Nemendafélag FSH

30.9.2008

Námsferð í JAR103

Nemendur og kennari í JAR103 fóru í námsferð 25. sept. Aðalviðfangsefni ferðarinnar var að skoða eldvirk svæði í Mývatnssveit. Eldstöðvar frá Mývatnseldum (1724-1729) og Kröflueldum (1975-1985) voru skoðaðar, einnig var hrauninu frá Lúdentsborgum – Þrengslaborgum sem kom upp fyrir um 2000 árum fylgt frá Dimmuborgum niður í Aðaldal. Þetta hraun hefur verið nefnt yngra Laxárhraunið og er alsett gervigígum frá Skútustöðum niður í Laxárdal og Aðaldal. Námsferðir í jarðfræði frá FSH eru auðveldar þar sem stutt er í gos-  og rekbeltið í Mývatnssveit, en eldvirkni er viðfangsefni í áfanganum JAR103.

           

Í áfanganum JAR203 er jarðsaga viðfangsefnið og stutt er að fara á Tjörnesið, en þar eru jarðmyndanir  frá ísöld mjög heillegar og ná frá plíósen (síðast á tertíer) og fram á síðari hluta ísaldar.

 

Myndir