Nemendafélag FSH

19.9.2008

Kynningarfundur

 

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn  í skólanum þriðjudaginn 23. september kl. 20.00.  Tilgangur fundarins er að kynna foreldrum helstu þætti í starfi skólans og verður dagskráin sem hér segir:

Laufey Petrea Magnúsdóttir skólameistari fjallar um hlutverk skólans og mikilvægi þess að eiga gott samstarf við foreldra.
Gunnar Baldursson aðstoðarskólameistari fjallar um skólareglur, reglur um skólasókn og miðannarmat.
Björgvin R. Leifsson áfangastjóri fjallar um námsframboð skólans, áfangakerfið og val á áföngum.
Ingibjörg Bragadóttir námsráðgjafi fjallar um þjónustu námsráðgjafa.
Sigríður Hauksdóttir félagsmála- og forvarnafulltrúi og fulltrúar úr stjórn NEF nemendafélags skólans fjalla um félagslíf og forvarnir.

 Eftir fundinn verður boðið uppá kaffi og gefst þá gestum tækifæri til þess skoða sig um í húsum skólans og spjalla við starfsfólk.

 Við hlökkum til þess að sjá ykkur sem flest á fundinum.

Bestu kveðjur,

Laufey Petrea Magnúsdóttir
skólameistari