Nemendafélag FSH

4.9.2008

Busavígsla (1)

Busadagar voru fyrstu daga þessarar annar en þá voru nýnemar boðnir velkomnir í skólann með ýmsum hefðum og venjum eins og hákarli, mysu og lýsi í morgunmat, sér útbúnum gönguleiðum merktum busum og sérstakri afbusun sem fór fram í fjörunni. Það eru útskriftarnemar sem sjá um busavígsluna.

Busarnir voru teymdir um bæinn í svörtum ruslapokum með hallærislegar andlitsskreytingar. Fyrsti viðkomustaður var Borgarhólsskóli þar sem að krakkarnir heilsuðu uppá fólkið nemendur og starfsfólk og mátti sjá vandræðasvip á andlitum busanna. Það er nefnilega ekkert gaman að syngja Prumpulagið af fullum krafti fyrir framan gamla kennara og skólafélaga.

Því næst var haldið á leiksskólann Grænuvelli og voru litlu krílin heldur betur undrandi þegar þau sá busana koma arkandi í halarófu. Á leiksskólanum var einnig sungið og trallað með.
Eftir að hafa þanið raddböndin á kirkjutröppunum fyrir þó nokkra furðulostna túrista og glottandi bæjarbúa var haldið niður í fjöru þar sem hver businn á fætur öðrum var vígður formlega inn í Framhaldsskólann á Húsavík.

Myndir

Og fleiri myndir frá busavígslunni eru undir myndagallerí á síðu NEF.