2008 09

30. september 2008

Námsferð í JAR103

Nemendur og kennari í JAR103 fóru í námsferð 25. sept. Aðalviðfangsefni ferðarinnar var að skoða eldvirk svæði í Mývatnssveit. Eldstöðvar frá Mývatnseldum (1724-1729) og Kröflueldum (1975-1985) voru skoðaðar, einnig var hrauninu frá Lúdentsborgum – Þrengslaborgum sem kom upp fyrir um 2000 árum fylgt frá Dimmuborgum niður í Aðaldal.

24. september 2008

Við þökkum fyrir góðan fund

  Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema var haldinn í skólanum í gær 23. september.  Við viljum þakka foreldrum fyrir komuna og þátttökuna en mæting á fundinn var afar góð.  Nýnemar yngri en 18 ára eru um 40 talsins og mættu 33 foreldrar á fundinn.

19. september 2008

Kynningarfundur

  Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn  í skólanum þriðjudaginn 23. september kl. 20.00.  Tilgangur fundarins er að kynna foreldrum helstu þætti í starfi skólans og verður dagskráin sem hér segir: Laufey Petrea Magnúsdóttir skólameistari fjallar um hlutverk skólans og mikilvægi þess að eiga gott samstarf við foreldra.

04. september 2008

Busavígsla (1)

Busadagar voru fyrstu daga þessarar annar en þá voru nýnemar boðnir velkomnir í skólann með ýmsum hefðum og venjum eins og hákarli, mysu og lýsi í morgunmat, sér útbúnum gönguleiðum merktum busum og sérstakri afbusun sem fór fram í fjörunni.

02. september 2008

Skemmtiferð

  Síðast liðinn föstudag fór fríður hópur nemenda í skemmtiferð í boði skólans, Ungmennahúss og NEF. Í ferðina fóru hátt í 60 nemendur. Fyrsti áfangastaður var Torfunes. Þar tók Diddi hennar Brynhildar okkar á móti okkur og lánaði okkur reiðhöllina þar sem við snæddum grillaðar pylsur.