Nemendafélag FSH

26.8.2008

Skólinn settur í 22. sinn

Framhaldsskólinn á Húsavík var settur í 22. sinn  í gær, 25. ágúst kl. 09.00, með ávarpi nýja skólameistarans, Laufeyjar Petreu Magnúsdóttur. Sigríður Hauksdóttir, félagsmála- og forvarnafulltrúi skólans hélt stuttan pistil um félagsmálin og hvatti hún alla til að taka sem mestan þátt í þeim.

Eftir setningu var umsjónartími og svo voru kenndir örtímar frá 10-12. Eftir hádegi var svo sérstök kynning fyrir nýnema.

Skráðir nemendur í skólann eru 165, þar af eru 42 nýnemar. Af þeim koma 36 úr Borgarhólsskóla. Það eru 92,3 % af árganginum, sem er mjög gott.

Nýir kennarar við skólann eru:
Gunnar Árnason sem kennir sálfræði og félagsfræði
Guðmundur H.Friðgeirsson sem kennir stærðfræði
Dóra Ármannsdóttir er komin aftur úr námsorlofi.

Starfsmenn skólans verða 22 á þessari önn.

Myndir frá skólasetningu