Nemendafélag FSH

28.5.2008

Útskrift 2008

Föstudaginn 23. maí s.l. brautskráðust 35 nemendur frá Framhaldsskólanum á Húsavík við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju. Við athöfnina flutti Elísabet Anna Helgadóttir nýstúdent tvö lög.  Hún spilaði sjálf undir á píanó í fyrra laginu en undirleikari á gítar í seinna laginu var Friðrik Mar Kristjánsson, nýstúdent. Auk ræðu skólameistara, Guðmundar Birkis Þorkelssonar, fór Gunnar Baldursson, aðstoðarskólameistari yfir helstu viðburði skólastarfs vetrarins. Björgvin Rúnar Leifsson, áfangastjóri, brautskráði  nemendur ásamt skólameistara sem afhenti þeim prófskírteini og viðurkenningar. Fulltrúi nýstúdenta, Ingvar Björn Guðlaugsson, flutti  bráðskemmtilega kveðjuræðu eins og honum einum er lagið.

18 nemendur skólans luku stúdentsprófi, 6 nemendur af Náttúrufræðibraut, 11 nemendur af Félagsfræðibraut og 1 nemandi af Málabraut. 1 nemandi lauk Starfsbraut, 8 nemendur luku námi af Almennri endurmenntun, 7 nemendur luku Skólaliðabraut og 1 nemandi lauk Félagsliðabraut. 
Berglind Ósk Kristjánsdóttir var Dúx skólans en hún var að útskrifast eftir 3 ár og fékk hún sérstök verðlaun frá Hollvinasamtökum Framhaldsskólans á Húsavík.

Eins og venja er voru nemendur verðlaunaðir fyrir árangur í námi og starfi:

  • Berglind Ósk Kristjánsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í dönsku frá sendiráði Danmerkur á Íslandsi, fyrir góðan námsárangur í ensku frá Eddu útgáfu, fyrir góðan námsárangur í efnafræði frá Mannviti verkfræðistofu á Húsavík og fyrir góðan námsárangur á Náttúrufræðibraut frá Landsbankanum á Húsavík
  • Jóna Dagmar Hólmfríðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í sálfræði frá Vátryggingafélagi Íslands hf og fyrir góðan námsárangur á Félagsfræðibraut frá Glitni á Húsavík.
  • Elísabet Anna Helgadóttirhlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í dönsku frá sendiráði Danmerkur á Íslandi.
  • Ingvar Björn Guðlaugsson sem var gjaldkeri nemendaráðs í fyrra og aðstoðarleikstjóri á þessu skólaári og einstakur uppistandari þegar þörf var á, hlaut viðurkenningu fyrir félagsstörf frá Fjölskyldu- og þjónustusviði Norðurþings.
  • Ingveldur Árnadóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á námsbraut Almennrar endurmenntunar frá Framsýn stéttarfélögum í Þingeyjarsýslum.
  • Sonja Súsanna Hallgrímsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á Starfsbraut  frá Prentstofunni ÖRK.
  • Jóhanna Hallsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á Félagsliðabraut frá Menningarsjóði þingeyskra kvenna

 

 Myndir frá útskrift