Nemendafélag FSH

2.5.2008

Samstarf útskriftarnema FSH og Þekkingarseturs

Samstarf útskriftarnema FSH og Þekkingarseturs

 

Þekkingarsetrið hefur komið á samstarfi við útskriftarnema Framhaldsskólans á Húsavík við rannsóknarvinnu á vegum stofnunarinnar.  Um er að ræða samstarf um úthringingar á símakönnun sem Þekkingarsetrið vinnur að um þessar mundir.  Framhaldsskólanemarnir tóku að sér úthringingar fyrir rannsóknina undir stjórn Haralds Reinhardssonar sérfræðings hjá Þekkingarsetrinu.  Vinna þessi hófst 1. maí og mun standa yfir í 2-3 daga, þar til náðst hefur í viðunandi svarhlutfall úrtaksins. Alls voru um 175 manns í úrtakinu.  Nánar verður sagt frá viðhorfskönnuninni og útkomu hennar á næstunni. 

Þekkingarsetrið hefur áður framkvæmt viðhorfskönnun í samstarfi við Framhaldsskólann á Húsavík, og hefur afar góða reynslu af slíku samstarfi.  Það er vonandi að hægt verði að koma á reglulegu samstarfi um slíka þátttöku í rannsóknastarfi meðal framhaldsskólanna í héraðinu. 

Þekkingarsetrið færir útskriftarnemum FSH  góðar þakkir fyrir samstarfið.

Að neðan eru myndir af hluta útskriftarnema þar sem þeir sátu við úthringingar á skrifborðum Þekkingarsetursins.

 

Frétt tekin af hac.is