Nemendafélag FSH

14.5.2008

Marita fræðsla

 

18. apríl síðast liðinn var fræðslufulltrúinn Magnús Stefánsson, frá Marita samtökunum – Hættu áður en þú byrjar, með forvarnarfyrirlestur um fíkniefni fyrir alla nemendur FSH.

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 14. maí, verður hann með fyrirlestur fyrir foreldra nemenda í FSH og Borgarhólsskóla í stofu 11 í Borgarhólsskóla.

Við hvetjum alla foreldra til að mæta og kynna sér málið.