Nemendafélag FSH

26.3.2008

Músíktilraunir 2008

 

Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram í Listasafni Reykjavíkur laugardaginn 15. mars síðast liðinn. Þar kom fram hljómsveitin Johnny Computer sem þeir  Atli Hreinsson, Óskar Andri Ólafsson, Birkir Ólafsson og Birkir Óli Barkarson. skipa. Auk Johnny Computer var Elís í undanúrslitum með hljómsveiti sem er skipuð Rafnari Orra Gunnarssyni, Atla Hreinssyni og Óskari Andra Ólafssyni. Bæði Johnny Computer og Elís kepptu á undankvöldinu föstudagskvöldið 14. mars og var það dómnefnd sem valdi Johnny Computer áfram í úrslit það kvöld. 

Markmið Músíktilrauna er að veita ungum íslenskum hljómsveitum og tónlistarfólki tækifæri á að koma tónlist sinni á framfæri, að skapa vettvang fyrir unnendur tónlistar til að geta fylgst með ungum og efnilegum hljómsveitum og tónlistarfólki og að stuðla að því að fjölmiðlar skapi umræðu og kynningu í samfélaginu á ungu og upprennandi tónlistarfólki.

Við óskum piltunum til hamingju með frábæra frammistöðu.