Nemendafélag FSH

2.3.2008

Glæsileg árshátíð með Ljótu hálvitunum!


Dillivikan endaði með glæsilegri árshátíð síðastliðin föstudag. Hún var haldin á hótelinu,  og allt var voða huggulegt. Borðhald hófst kl. 19:30 og voru Ljótu hálvitarnir veislustjórar og voru þeir geysilega fyndnir! Margt var á matseðlinum og sá Salka um að metta svanga menn. Fjöldasöngvar voru sungnir, ýmis skemmtiatriði voru á dagskrá og svo var farið í hinn klassíska kokkinn. Að venju voru verðlaun afhent fyrir dillicup, vinsælasta kennara ársins, rass ársins, brúnku ársins, rúntara ársins, ljósku ársins og fleira fleira. Herra og frú árshátíð voru þau Rafnar Orri og Gulla.

Eftir borðhaldið og skemmtidagskrá á hótelinu var dansleikur þar sem DJ Haywood þeytti skífum fram á rauða nótt!

Hafþór Hreiðarsson sá um að mynda árshátíðargesti við innkomu og er hægt að nálgast myndirnar á síðu hans með því að smella hér 

 

 

 

 

 

 

 
Veislustjórar kvöldins - Ljótu hálvitarnir!