3.3.2008
FSH hlýtur Hvatningarverðlaun FÍKNF árið 2008
Á aðalfundi Félags íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt hlaut Framhaldsskólinn á Húsavík Hvatningarverðlaun félagsins árið 2008 fyrstur skóla landsins. Í rökstuðningi félagsins kemur fram að skólinn hafi í nærri tvo ártugi verið með námsframboð á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar og sé eini framhaldsskóli landsins sem hafi nýsköpunar- og frumkvöðlamennt á stefnuskrá sinni. Skólinn hafi með þeim hætti sýnt framsýni og metnað til að mennta nemendur sína til að takast á við nútímalíf, styrkja þá til frumkvæðis og nýsköpunar í eigin lífi, atvinnulífi og samfélagi.