Nemendafélag FSH

28.2.2008

NEFRENNSLI 2008


Rétt í þessu var NEFRENNSLI – söngvakeppni FSH – að ljúka á hótelinu. Keppnin var stórkostleg og sigurvegari Nefrennsli 2008 var Elísabet Anna Helgadóttir, en hún mun keppa fyrir hönd FSH í úrslitakeppni söngvakeppni framhaldsskólanna í vor.

Sjö atriði voru í keppninni og stóðu allir sig gríðarlega vel! Öll umgjörðin var hin glæsilegasta og tónlistarstjórn í höndum Guðna Braga og félaga. Og ekki má gleyma honum Ingvari, en hann tók sig vel út á sviðinu sem kynnir kvöldsins.

Elísabet Anna sigraði keppnina með laginu Feeling good. Hún hlaut vegleg verðlaun í boði húsvískra fyrirtækja – lambalæri frá Norðlenska og gjafabréf frá hinum ýmsum fyrirtækjum hér í bæ. Elísabet er alls ekki viðvaningur í tónlistarheiminum, en hún hefur sungið síðan hún fæddist, komið fram á mörgum tónleikum, tekið þátt í mörgum söngleikjum og söngkeppnum og má segja að hún sé eiginlega alltaf syngjandi ;) Hún hefur æft söng lengi sem og spilað á píanó og stefnir hátt í tónlistarbransanum!

Í öðru sæti var Dóra Hrund með lagið Minning, og í þriðja sæti var Fanndís með rússneska lagið Moi Rai, en Fanndís er algjör tungumálasnillingur og talar öll heimsins tungumál!

Fjölbreytt skemmtiatriði voru á keppninni og sáu keppendur dillicups um að skemmta áhorfendum meðan dómnefnd bar saman bækur sínar. Keppendur dillicups voru ýmist með dans, söng, ljóð, eða snilldar uppistand. Fyrr í dag fór einnig fram aðalkeppnin í dillicup í höllinni. Þar kepptu dillicup keppendur í mörgum góðum þrautum sem endaði síðan með heljarinnar kappáti. Úrslit dillicup verða tilkynnt á árshátíð FSH sem verður haldin á morgun.

Við óskum Elísabetu, Dóru og Fanndísi hjartanlega til hamingju og þökkum öllum keppendum fyrir frábæran flutning og að sjálfsögðu líka öllum aðstandendum og styrktaraðilum keppninnar!

Myndir frá dillicup keppninni og Nefrennsli verða settar inn á morgun.

DAElísabet Anna, sigurvegari Nefrennsli 2008.