Nemendafélag FSH

6.2.2008

Heimsókn frá Ástráði

Tveir læknanemar, þau Árni Sæmundsson og Guðrún Nína Óskarsdóttir, frá Ástráði forvarnarstarfi læknanema í framhaldsskólanum voru í heimsókn hjá okkur í dag.Nýnemar fengu fræðslu í lífsleiknitímum en hefð er fyrir því og svo fór einnig fram smá upprifjun fyrir eldri nemendur.

Læknanemarnir sjá um forvarnir gegn kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum. Hér er um að ræða eitt helsta heilbrigðis- og félagslegt vandamál ungs fólks sem brýnt er að vinna bót á. Flestir þeirra sem smitast af kynsjúkdómum eða fara í fóstureyðingu eru á aldrinum 16 – 25 ára og völdum við markhóp okkar með tilliti til þessa. Mikilvægt er að koma fræðslu til skila áður en skaðinn er skeður.

Forvarnastarfið byggist á skólaheimsóknum þar sem áhersla er lögð á fræðslu um kynsjúkdóma, getnaðarvarnir og fóstureyðingar. Einnig reynum við að skrifa í sem flest skólablöð framhaldsskólanna. Unnið er eftir aðferðum jafningjafræðslu og þannig leitast við að ná sem best til unglinganna. 

Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á heimasíðu Ástráðs http://www.astradur.is/.