Nemendafélag FSH

25.2.2008

Dillidagar hefjast í dag.

Dillidagar, opnir dagar FSH, hefjast í dag og standa út vikuna.

Kennt er fram að hádegi alla dagana en eftir hádegi bregða nemendur á leik og dilla sér við ýmis óhefðbundin viðfangsefni. Í dag verður efnt til ratleiks um bæinn og hafa kennarar útbúið fjölbreyttar þrautir fyrir nemendur þegar þau rata á rétta staði. Dagskrá Dillidaga er að vanda fjölbreytt og enda þeir á árshátíð FSH á föstudagskvöld.