Nemendafélag FSH

22.2.2008

Ákvörðun tekin um byggingu Þekkingargarðs

 

Á fundi sveitarstjórnar Norðurþings 19. febrúar s.l. var samþykkt tillaga um að byggja Þekkingargarð á Húsavík. Vinna við hönnun og undirbúning á að hefjast strax á þessu ári og verklok fyrsta áfanga eru áætluð árið 2010. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir byggingu sem rúmar sameiginlegt Héraðsbókasafn og FSH, sal með mötuneytisaðstöðu fyrir starfsfólk skólanna og starfsmanna í Þekkingargarði, aðstöðu fyrir Þekkingarsetur Þingeyinga og Náttúrustofu Norðurlands eystra auk rýmis sem ekki hefur verið ráðstafað. Síðari áfangar gætu rúmað menningarsal og  aðstöðu fyrir fleiri stofnanir og fyrirtæki á sviði þekkingar og nýsköpunar. Gert er ráð fyrir að Þekkingargarður verði staðsettur þannig að innangengt verði á milli hans og FSH. Þessi ákvörðun er FSH mikið fagnaðarefni og á eftir að bæta aðstöðu skólans verulega.