2008 02

28. febrúar 2008

NEFRENNSLI 2008

Rétt í þessu var NEFRENNSLI – söngvakeppni FSH – að ljúka á hótelinu. Keppnin var stórkostleg og sigurvegari Nefrennsli 2008 var Elísabet Anna Helgadóttir, en hún mun keppa fyrir hönd FSH í úrslitakeppni söngvakeppni framhaldsskólanna í vor.

25. febrúar 2008

Dillidagar hefjast í dag.

Dillidagar, opnir dagar FSH, hefjast í dag og standa út vikuna. Kennt er fram að hádegi alla dagana en eftir hádegi bregða nemendur á leik og dilla sér við ýmis óhefðbundin viðfangsefni. Í dag verður efnt til ratleiks um bæinn og hafa kennarar útbúið fjölbreyttar þrautir fyrir nemendur þegar þau rata á rétta staði.

22. febrúar 2008

Ákvörðun tekin um byggingu Þekkingargarðs

  Á fundi sveitarstjórnar Norðurþings 19. febrúar s.l. var samþykkt tillaga um að byggja Þekkingargarð á Húsavík. Vinna við hönnun og undirbúning á að hefjast strax á þessu ári og verklok fyrsta áfanga eru áætluð árið 2010. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir byggingu sem rúmar sameiginlegt Héraðsbókasafn og FSH, sal með mötuneytisaðstöðu fyrir starfsfólk skólanna og starfsmanna í Þekkingargarði, aðstöðu fyrir Þekkingarsetur Þingeyinga og Náttúrustofu Norðurlands eystra auk rýmis sem ekki hefur verið ráðstafað.

06. febrúar 2008

Heimsókn frá Ástráði

Tveir læknanemar, þau Árni Sæmundsson og Guðrún Nína Óskarsdóttir, frá Ástráði forvarnarstarfi læknanema í framhaldsskólanum voru í heimsókn hjá okkur í dag.Nýnemar fengu fræðslu í lífsleiknitímum en hefð er fyrir því og svo fór einnig fram smá upprifjun fyrir eldri nemendur.