2007

17. febrúar 2007

Húsvískir unglæknar í heimsókn

Tveir unglæknar þau Valgerður Árnadóttir og Ásgeir Alexandersson frá Ástráði(www.astradur.is) komu í heimsókn s.l. miðvikudag og héldu fræðslu um kynhegðun unglinga. Fræðsluverkefni þeirra fjallaði um forvarnir gegn kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum.

13. febrúar 2007

Umferðarfræðsla VÍS

Í dag kom Ragnheiður Davíðsdóttir forvarnarfulltrúi VíS í heimsókn. Ragnheiður heimsækir skólann árlega og heldur fyrirlestur fyrir alla nýnemana um dauðans alvöru í umferðarinni. Fyrirlesturinn í dag var bæði fróðlegur og skemmtilegur.

02. febrúar 2007

Góð skólasókn á haustönn 2006

Skólasókn nemenda FSH á haustönn var 95% að meðaltali. Markmið skólans er að vera ofan við 95% svo það náðist að þessu sinni sem er vel. Besta skólasókn síðustu fimm ára var 95,8% á vorönn 2002 en lökust varð hún 93% á vorönn 2005. Þessar tölur sýna að nemendum er vel treystandi fyrir 10% fjarvistakvóta og að þau nýti hann af skynsemi.

01. febrúar 2007

Alþjóðlegur netöryggisdagur 6. febrúar

Alþjóðlegi netöryggisdaginn er nú haldinn í fjórða sinn. Í ár taka um 40 lönd um allan heim þátt í deginum. SAFT sem er vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun og hefur á síðustu árum staðið fyrir viðburðum á þessum degi.

23. janúar 2007

Nemandi FSH stendur sig vel í frjálsum íþróttum

Einn af nemendum okkar er frjálsíþróttakonan Berglind Ósk Kristjánsdóttir. Hún keppti fyrir HSÞ í Reykjavíkurleikunum um helgina. Þátttakendur á Reykjavíkurleikunum eru ekki bara íslenskir heldur koma frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

16. janúar 2007

Nemendum fjölgar í FSH

Þó núna sé kalt úti, þá er veður fallegt eins og sjá má á myndunum. Kennarar og nemendur þurfa að hafa mikið fyrir því að skafa af bílunum sínum sem hefur þó ekki orðið til þess að þeir fari gangandi í skólann.

08. janúar 2007

FSH í Gettu betur

Nú í upphafi annar hefst spurningarkeppni framhaldsskólanna. Nemendur FSH taka þátt í keppninni eins og áður. Þeir eiga að keppa í fyrri umferð útvarpshluta spurningakeppninnar við Borgarholtsskóla. Í liði FSH eru nýnemarnir; Hilmar Henning Heimisson, Valtýr Berg Guðmundsson og Veigar Pálsson.