2007

16. apríl 2007

Söngvakeppni framhaldsskólanna

Síðast liðinn föstudag hélt fríður hópur nemenda frá FSH í ferð til Akureyrar til að fylgjast með Söngkeppni framhaldsskólanna og hvetja okkar mann, Elís Má. Hann stóð sig vel og vorum við virkilega stolt af honum en það var Eyþór Ingi Gunnlaugsson frá VMA sem sigraði keppnina.

21. mars 2007

Skólahúfur og afmælisárið

Í dag var síðasti umsjónartími annarinnar þar sem nemendur áttu að klára að velja sér áfanga inn í stundaskána sína fyrir næsta haust. Í upphafi umsjónartímans  afhenti skólameistari öllum nemendum húfur merktar FSH, þetta er í tilefni þess að á árinu verður skólinn 20 ára.

14. mars 2007

Hollvinafélag FSH styrkir Elís

Í gær heimsótti Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður Hollvinasamtaka FSH skólann. Tilefnið var að afhenda Elís Guðvarðarsyni, þátttakenda okkar í söngvakeppni framhaldsskólanna styrk. Styrkurinn var að upphæð kr.

14. mars 2007

Óvissuferð umönnunarbrautar

Á laugardaginn fóru nemendur á umönnunarbraut í óvissuferð á vegum skólans. Um 25 hressar konur mættu í skólann klukkan 15:00 þar sem Sigga kennari og Rúnar rútubílstjóri biðu eftir þeim. Leiðin lá inn á Akureyri en á leiðinni var stoppað við Ljósavatn þar sem farið var í skemmtilega hópleiki og að því loknu gæddu menn sér á heitu kakói og brauði.

13. mars 2007

Berglind íþróttamaður Húsavíkur 2006

Nemandi okkar Berglind Ósk Kristjánsdóttir var í síðustu viku kjörin Íþróttamaður Húsavíkur 2006. Það er Kiwanisklúbburinn Skjálfandi sem stendur fyrir því að heiðra húsvískt íþróttafólk fyrir frammistöðu, ástundun og árangur liðins árs.

07. mars 2007

Tekið á í frumkvöðlafræði

Nemendur í frumkvöðlafræði hafa stofnað nemendafyrirtækið “Bílabón”. Starfsemi þess hófst í febrúar og verður fyrirtækið starfandi til 20. apríl n.k. Í áfanganum í frumkvöðlafræði er lokamarkmiðið að stofna og reka nemendafyrirtæki og hefur vel tekist til við að koma fyrirtækinu í gang.

28. febrúar 2007

Árshátíð NEF

Dillidagar enduðu  á árshátíð nemenda sem haldin var á Fosshótel Húsavík á föstudagskvöldið. Maturinn var fínn, þar sem boðið var uppá; svín, kjúkling, pasta og ýmislegt fleira. Helga Braga var veislustjóri og hélt uppi léttum og góðum anda.

28. febrúar 2007

Söngvakeppni FSH (1)

Söngvakeppni FSH var haldin í síðustu viku og bar nafnið Nefrennsli þetta árið. Keppnin var undankeppni fyrir hina árlegu söngvakeppni framhaldsskólanna.Í ár var þátttakan sérstaklega góð.

20. febrúar 2007

Dillidagar hefjast

Í gær byrjuðu  Dillidagar í FSH. Þá er aðeins hefðbundin kennsla fram að hádegi og eftir það velja nemendur sig inn í hópastarf.  Það sem er í boði  í ár er; danssmiðja, matreiðslusmiðja, hestasmiðja, klifursmiðja og fótboltasmiðja.