2007

07. september 2007

Busavígsla 2007

Þann 30. ágúst sl. fór busavígslan í FSH fram.    Voru busar teymdir af hesti um bæinn og ýmsar kúnstir gerðar þar. Komu svo á túnið við skólann og fóru í vatnsblöðruleik.  Að lokum buðu Norðlenska, heimabakarí og FSH upp á grillaðar pylsur og Svala.

30. ágúst 2007

Busavígsla

Eldri nemendur stefna að því að vígja busa inn í samfélag þeirra eldri og reyndari í dag. Athöfnin fer að hluta til fram utandyra og því gæti farið svo að samkomunni yrði frestað þar til veðrið leikur við okkur.

30. ágúst 2007

Elín komin úr leyfi

Elín Krisjánsdóttir bókasafnsfræðingur er komin úr árs leyfi og sest í ríki sitt á bókasafni skólans. Hún réð ríkjum á HéraðsbókasafniÞingeyinga hér á Húsavík sl. ár. Hún er boðin velkomin til starfa.

21. maí 2007

Útskrift frá FSH

Á laugardaginn útskrifaðist hópur nemenda frá Framhaldsskólanum við hátíðlega athöfn í kirkjunni. Af þessum hópi voru 14 nemendur skólans að útskrifast með stúdentspróf. Björgvin Friðbjarnarson var með hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi, 8,65  en hann var að útskrifast eftir 3 ár.

18. maí 2007

Útskrift á laugardaginn

Útskrift frá FSH verður í Húsavíkurkirkju laugardaginn 19. maí kl. 14:00. Eftir athöfnina er starfsmönnum skólans, skólanefnd og afmælisárgöngum boðið til móttöku í Sölku kl. 16 – 17. Að þessu sinni munu útskrifast 14 nemendur sem  stúdentar af ýmsum brautum, 3 af viðskiptabraut, 2 af sjúkraliðabraut og 1 af iðnbraut vélvirkjunnar.

03. maí 2007

Prófin byrjuð

Nú er kennslu lokið þessa önnina og prófin byrjuðu í gær. Eins og hefð er fyrir þá dimitteruðu útskriftarnemar á föstudaginn. Þeir byrjuðu daginn snemma eða um kl. 4 og fóru um bæinn og fögnuðu í yndislegu vorveðri.

23. apríl 2007

Stærðfræðikeppni 9. bekkjar

Úrslitakeppnin fór fram í FSH laugardaginn 21. apríl s.l. og þar reyndu með sér tíu nemendur úr fjórum skólum. Fimm efstu urðu: Ragnar Pálsson úr Borgarhólsskóla, Húsavík Eygló Karlsdóttir Grunnskóla Skútustaðarhrepps Aðalbjörn Jóhannsson Öxarfjarðarskóla Íris Grímsdóttir Borgarhólsskóla Elva Héðinsdóttir Borgarhólsskóla  Verðlaunaafhendingin fór fram á málþingi Hollvina FSH þann sama dag og það var Landsbankinn á Húsavík sem gaf öllum 10 keppendunum í úrslitakeppninni vegleg peningaverðlaun.

17. apríl 2007

Stærðfræðikeppni

FSH bauð nemendum grunnskóla Þingeyjarsýslu til stærðfræðikeppni. Undankeppni fór fram fyrir páska í grunnskólunum og tóku 29 nemendur úr 5 skólum þátt í henni. Laugardaginn 21. apríl keppa 10 efstu úr undankeppninni til úrslita í FSH.

16. apríl 2007

Málþing í tilefni 20 ára afmælis skólans

Í tilefni þess að nú eru 20 ár liðin frá því að skólinn hóf starfsemi sína ætla Hollvinir FSH að standa fyrir málþingi um skólann laugardaginn 21. apríl kl. 13:00.Á þinginu verður fjallað um hvert sé mikilvægi FSH í samfélaginu, tengsl FSH við atvinnulífið og margt fleira.