Nemendafélag FSH

5.12.2007

Jólakort til sölu

 Í vetur hafa nemendur  á starfsbraut verið í myndlistartímum og þar  kviknaði sú  hugmynd að hanna jólakort og gefa út.  Allir nemendur gerðu nokkrar myndir og í lokin var ein valin. Það var Sonja Súsanna Hallgrímsdóttir sem átti myndina sem prýðir jólakortið í ár. Stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður á starfsbraut.  Nemendur á starfsbraut munu selja kortin næstu daga.