2007 11

20. nóvember 2007

Jónasarvaka á Húsavík

Föstudaginn 16. nóvember var haldin hátíð í íþróttahöllinni á Húsavík í tilefni af því að þann dag voru 200 ár liðin frá fæðingu skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar.  Húsvískt skólafólk af öllum skólastigum sáu um dagskránna sem var einkar vegleg og ljóst að krakkarnir höfðu lagt mikla vinnu í að gera hátíðina sem glæsilegasta.