Nemendafélag FSH

3.10.2007

Lokaráðstefna Social Return

Þann 28. sept.  fór fram í Reykjavík lokaráðstefna og uppgjör fjölþjóða verkefnis sem kennt er við starfsmenntasjóð ESB, Leonardo da Vinci .

Þetta þriggja ára verkefni sem fékk hæsta styrk, 425.000 evrur  eða nálægt 40 millj. króna til að semja og markaðssetja handbók sem á að leiðbeina verkefnisstjórum  framtíðarinnar við að skipuleggja starfsendurhæfingu fatlaðra, öryrkja, og atvinnulausra með það að markmiði að þeir geti lifað eðlilegu lífi á ný og fengið menntun og starf við hæfi. Af Íslands hálfu var reynslan af BYR, starfsendurmenntun öryrkja á Húsavík, leiðarvísir við samningu handbókarinnar. Með FSH voru Félags- og skólaþjónusta Þingeyinga og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fulltrúar Íslands en auk þess voru þátttakendur frá Hollandi, Ítalíu, Litháen og Slóveníu.  Við Íslendingar (lesist Húsvíkingar) stjórnuðum verkefninu og bárum ábyrgð á því með Soffíu Gísladóttur sem verkefnisstjóra. Skemmst er frá því að segja að lokaafurðin, handbókin, ber höfundum sínum glæsilegt vitni og líklegt er að verkefnið verði verðlaunað í bak og fyrir af stjórnendum sjóðsins. Myndir frá ráðstefnunni verða vonandi komnar hingað á síðuna mjög fljótlega.

Hér má sjá fleiri myndir