Nemendafélag FSH

10.10.2007

Kristbjörn og Anna María eru sannir hollvinir

 

Það gladdi hjörtu okkar í FSH ósegjanlega mikið þegar Kristbjörn Óskarsson stóð upp í afmælisveislu FSH og færði skólanum frá sér og Önnu Maríu innrammað grafíklistaverk sem hann hafði unnið sjálfur. Skólinn þakkar þeim af heilum hug og kann svo vel að meta þennan vinarhug og stuðning.