Nemendafélag FSH

18.10.2007

Haustþing kennara á Norðurlandi 2007

Starfslið skólans mætti eldhresst kl 07.00 og fór með rútu frá Rúnari Óskars, með viðkomu á Laugum.  Þar var starfsfólk Laugaskóla tekið með.  Haldið var sem leið lá á Sauðárkrók. 

Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari FL, setti þingið.  Karl Kristjánsson deildarstjóri framhaldsskóladeildar mrn. kynnti ný frumvörp til laga um framhaldsskóla.  Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara fjallaði einnig um frumvarpið.  Eftir hádegismat var haldið á faggreinafundi.  Kaffihlé var svo um 15 og eftir það voru málstofur.

Glæsilegur kvöldverður var svo reiddur fram í Ljósheimum.  Haldið var heim á leið um 22.30.

Tókst þetta allt saman ljómandi vel og var þetta alveg stórskemmtilegt og bráðnauðsynlegt að halda svona þing árlega.