Nemendafélag FSH

26.10.2007

FSH eignast málverk

FSH eignaðist á dögunum stórglæsilegt málverk eftir listamanninn Sossu; Margréti Soffíu Björnsdóttur, frá Keflavík.  Verkið er ein af Biblíumyndum Sossu og  nefnist hún Jóhannes 21,1 – 14, - Matt 4, 17-22 og er olíuverk á striga. 

Í texta frá Sossu með myndinni segir hún:   

Minningar úr barnamessu 

                Þegar ég var lítil stúlka í Keflavík fór ég yfirleitt í barnamessu á sunnudögum, enda dóttir prestsins og alin upp í guðsótta og trú.  Við lok messu fengum við krakkarnir litlar biblíumyndir og ef einhver var svo heppinn að hafa átt afmæli í vikunni voru myndirnar tvær – og ekki eins.  Ég safnaði þessum myndum og átti mínar uppáhaldsmyndir.

                Þegar upp kom sú hugmynd að ég sýndi verk mín í Kirkjulundi rifjuðust upp fyrir mér ýmis þau mótíf sem biblíumyndirnar höfðu að geyma og ekki síst þær hugsanir sem kviknuðu.  Mér fannst tilvalið og við hæfi að setja myndefnið inn í þann raunveruleika og umhverfi sem ég ólst upp við, enda myndirnar og sögurnar jafn raunverulegar lítilli stelpu og leikvöllurinn og fjaran sem ég lék mér í.

                Þessi sjö verk eru „biblíumyndirnar“ mínar.  

Ps Seinna var ég í barnakór kirkjunnar og var rekin vegna óstýrilætis – en það er jú önnur saga. 

Búið er að koma málverkinu upp á kennarstofu skólans og hér er hægt að sjá myndir af því.