2007 10

26. október 2007

Söngsalur

 Gömul hefð hefur verið endurvakin í FSH, þar sem nemendur og starfsfólk skólans koma saman á sal og syngja.  Hólmfríður Benediktisdóttir kom og stjórnaði söng og spilaði undir á píanó.  Tókst þetta alveg stórkostlega vel.

26. október 2007

FSH eignast málverk

FSH eignaðist á dögunum stórglæsilegt málverk eftir listamanninn Sossu; Margréti Soffíu Björnsdóttur, frá Keflavík.  Verkið er ein af Biblíumyndum Sossu og  nefnist hún Jóhannes 21,1 – 14, - Matt 4, 17-22 og er olíuverk á striga.

19. október 2007

Haustfrí FSH

Þetta árið er haustfrí FSH mánudaginn 22. október og þriðjudaginn 23. október. Skólinn verður lokaður þessa daga. Skrifstofan opnar að nýju kl. 8.00 að morgni miðvikudags 24. október og þá hefst kennsla aftur samkvæmt stundaskrá.

18. október 2007

Haustþing kennara á Norðurlandi 2007

Starfslið skólans mætti eldhresst kl 07.00 og fór með rútu frá Rúnari Óskars, með viðkomu á Laugum.  Þar var starfsfólk Laugaskóla tekið með.  Haldið var sem leið lá á Sauðárkrók.  Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari FL, setti þingið.

10. október 2007

Kristbjörn og Anna María eru sannir hollvinir

  Það gladdi hjörtu okkar í FSH ósegjanlega mikið þegar Kristbjörn Óskarsson stóð upp í afmælisveislu FSH og færði skólanum frá sér og Önnu Maríu innrammað grafíklistaverk sem hann hafði unnið sjálfur.

03. október 2007

Lokaráðstefna Social Return

Þann 28. sept.  fór fram í Reykjavík lokaráðstefna og uppgjör fjölþjóða verkefnis sem kennt er við starfsmenntasjóð ESB, Leonardo da Vinci . Þetta þriggja ára verkefni sem fékk hæsta styrk, 425.000 evrur  eða nálægt 40 millj.