Nemendafélag FSH

20.9.2007

Gulldrengir FSH !

Á 20 ára afmælishófi FSH afhenti Erna Björnsdóttir formaður skólanefndar fjórum einstaklingum gullmerki FSH. Það voru þeir Jón Ingi Hannesson fyrsti skólameistari FSH og svo kennararnir Björgvin Rúnar Leifsson, áfangastjóri, Gunnar Baldursson, aðstoðarskólameistari og Ingólfur Freysson, brautastjóri. Þeir þrír síðasttöldu eiga það allir sameiginlegt að hafa starfað óslitið við skólann frá fyrsta degi fyrir 20 árum ef frá eru talin námsorlof Björgvins og Ingólfs. Þessir heiðursmenn eru þá komnir í hóp þeirra sem áður hafa fengið heiðursmerki skólans en það eru Ingimundur Jónsson fyrrum aðstoðarskólameistari, Halldór Bjarnason fyrrum húsvörður og Sigurjón Jóhannesson fyrrum skólastjóri Gagnfræðaskóla Húsavíkur og á sínum tíma aðal hvatamaður að stofnun FSH.

Hér eru myndir úr afmælishófinu.