Nemendafélag FSH

28.9.2007

Góð gjöf í tilefni 20 ára afmælis FSH

Einn er sá hollvinur skólans sem fylgist vel með starfinu og lætur sér annt um hann. Björg Sigurðardóttir gleymir honum aldrei á stórafmælum og núna færði hún FSH dýrgrip í bókarformi sem gefin var út 1993 í tilefni af 100 ára afmæli skáldbóndans í Nesi í Aðaldal. Þetta er ljóðabókin Grímur gætir sauða með samnefndu ljóði Steingríms Baldvinssonar og teikningum Þorra Hringssonar. Formála ritar Helgi Hálfdanarson með sínu meitlaða málfari og skarpskyggni. Bestu þakkir fyrir góða gjöf og ræktarsemi.