Nemendafélag FSH

25.9.2007

Gjöf frá góðum grönnum.

Framhaldsskólarnir á Norðurlandi, FL, FNV, MA og VMA færðu systurskóla sínum gullfallega veggklukku að gjöf á 20 ára afmælinu. Búið er að setja hana upp á góðum stað á skólagangi og hér eru skólameistari og einn nemandi skólans Sara Stefánsdóttir búin að stilla sér upp hjá klukkunni til myndatöku.