Nemendafélag FSH

13.9.2007

FSH 20 ára 15. september

20 ára afmælishóf FSH verður haldið á Fosshóteli Húsavík laugardaginn 15 september og hefst kl. 13.30.

Þar munu, auk hefðbundinna ávarpa og gríðarstórrar afmælistertu frá Heimabakaríi, koma fram átta stórsöngvarar úr hópi fyrrverandi og núverandi nemenda skólans undir kraftmikilli stjórn Guðna Bragasonar og hljómsveitar hans.

Söngvararnir eru: Ína Valgerður, Kristján Þór, Bylgja Steingríms, Ásta Magg, Brynja Elín, Elísabet Anna, Elís Már og Guðrún Sigurðar. Sem sagt fimm fyrrverandi og þrír núverandi nemendur FSH og það verður örugglega mikið fjör!