Nemendafélag FSH

14.9.2007

Forseti Íslands heiðrar FSH

Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti ætlar að taka þátt í afmælishófi FSH á morgun, laugardag og ávarpa samkomuna. Með þessu sýnir hann skólanum mikinn heiður og fær bestu þakkir fyrir. Þeir sem einnig heiðra samkomuna með nærveru sinni og flytja ávörp eru: Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, Valgerður Gunnarsdóttir formaður samstarfsnefndar framhaldsskóla á Norðurlandi, Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður Hollvina FSH, Elísabet Anna Helgadóttir formaður nemendafélags FSH og Erna Björnsdóttir formaður skólanefndar FSH. Samkoman verður í Fosshóteli Húsavík og hefst kl. 13.30.