Nemendafélag FSH

24.9.2007

Einstök stuðningsfjölskylda

      Skólinn á a.m.k. eina afar hugulsama stuðningsfjölskyldu á Húsavík sem sýnir í verki við öll tækifæri að henni er annt um FSH og færir honum gjafir á stórafmælum. Þetta er fjölskyldan á Baughól 56, þau Guðmundur Hólmgeirsson og Helga Jónína Stefánsdóttir og börn þeirra, Stefán, Sædís og Árni. Á afmælinu kom Stefán færandi hendi með veglega peningagjöf falda í fallegum blómvendi svo ekki gafst tækifæri til að þakka sem skyldi. Það er því gert núna og ræktarsemin þökkuð af alhug.