Nemendafélag FSH

18.9.2007

20 ára afmælishátíð FSH

Á laugardaginn var haldið upp á 20 ára afmæli FSH með mikilli veislu á Fosshótel Húsavík.  Þar var boðið upp á vandaða tónlist með stórsöngvurum úr röðum núverandi og fyrrverandi nemenda skólans undir stjórn Guðna Braga.

Margir heiðruðu skólann með nærveru sinni, þar á meðal Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og alþingismennirnir Kristján Þór Júlíusson, Valgerður Sverrisdóttir,  Birkir Jón Jónsson og Höskuldur Þór Þórhallsson  ásamt fleira góðu fólki.

Ávörp voru flutt af  herra Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, Erlu Sigurðardóttur, f.h. sveitastjóra Norðurþings, Valgerði Gunnarsdóttur, formanni SAMNOR,  Helenu Eydísi Ingólfsdóttur,  formanni Hollvina FSH, Elísabetu Önnu Helgadóttur, formanni nemendafélags FSH og Ernu Björnsdóttur, formanns skólanefndar FSH..

 

Að endingu var boðið upp á kaffi og stórkostlega  afmælistertu frá Steina bakara í Heimabakarí með magnaðri skreytingu Elsu Borgarsdóttur.

Myndir úr afmælinu koma inn seinna í dag.