30.8.2007

Busavígsla

Eldri nemendur stefna að því að vígja busa inn í samfélag þeirra eldri og reyndari í dag. Athöfnin fer að hluta til fram utandyra og því gæti farið svo að samkomunni yrði frestað þar til veðrið leikur við okkur.

Nemendur skólans sýna öðrum skólum gott fordæmi með því að gæta velsæmis í athöfnum sínum. Allir skemmta sér hið besta en gamanið er aldrei grátt.  Þeir eru fyrirmyndarfólk á þessu sviði sem og öðrum.