Nemendafélag FSH

21.5.2007

Útskrift frá FSH

Á laugardaginn útskrifaðist hópur nemenda frá Framhaldsskólanum við hátíðlega athöfn í kirkjunni. Af þessum hópi voru 14 nemendur skólans að útskrifast með stúdentspróf. Björgvin Friðbjarnarson var með hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi, 8,65  en hann var að útskrifast eftir 3 ár. Hann fékk að gjöf frá Hollvinasamtökum Framhaldsskólans á Húsavík og Bókaverslun Þórarins Stefánssonar vandaða digital ljósmyndavél. 

Eins og venja er voru nemendur verðlaunaðir fyrir árangur í námi og starfi:

  • Björgvin Friðbjarnarson hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í stærðfræði frá GPG fiskverkun ehf. á Húsavík, fyrir góðan námsárangur í eðlis- og efnafræði frá Tækniþingi á Húsavík og fyrir góðan námsárangur á Náttúrufræðibraut frá Landsbankanum á Húsavík.
  • Halldór Fannar Júlíusson hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í ensku frá Framhaldsskólanum á Húsavík.
  • Halldór Jón Gíslason hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á Félagsfræðibraut frá Glitni á Húsavík.
  • Aldey Traustadóttir sem var formaður nemendaráðs, hlaut verðlaun fyrir félagsstörf  frá Fjölskyldu- og þjónustusviði Norðurþings.
  • Erling Þorgrímsson hlaut viðurkenningu fyrir félagsstörf  frá Fjölskyldu- og þjónustusviði Norðurþings.
  • Esther Guðný Arnardóttir hlaut viðurkenningu frá Menningarsjóði þingeyskra kvenna.

Skólinn færði skiptinemunum Liselotte Vantrappen og Rahel Silvönu Ziegler gjafir sem þakklætisvott fyrir góð kynni, hæfni við að aðlagast íslensku samfélagi og að ná góðum tökum á íslenskri tungu. Sömuleiðis fengu sjúkraliðanir, Baldey Pétursdóttir og Harpa Steingrímsdóttir gjafir frá Gideonsfélaginu, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og Bryndísi aðalkennara sínum.

Myndir frá útskrift