2007 05

21. maí 2007

Útskrift frá FSH

Á laugardaginn útskrifaðist hópur nemenda frá Framhaldsskólanum við hátíðlega athöfn í kirkjunni. Af þessum hópi voru 14 nemendur skólans að útskrifast með stúdentspróf. Björgvin Friðbjarnarson var með hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi, 8,65  en hann var að útskrifast eftir 3 ár.

18. maí 2007

Útskrift á laugardaginn

Útskrift frá FSH verður í Húsavíkurkirkju laugardaginn 19. maí kl. 14:00. Eftir athöfnina er starfsmönnum skólans, skólanefnd og afmælisárgöngum boðið til móttöku í Sölku kl. 16 – 17. Að þessu sinni munu útskrifast 14 nemendur sem  stúdentar af ýmsum brautum, 3 af viðskiptabraut, 2 af sjúkraliðabraut og 1 af iðnbraut vélvirkjunnar.

03. maí 2007

Prófin byrjuð

Nú er kennslu lokið þessa önnina og prófin byrjuðu í gær. Eins og hefð er fyrir þá dimitteruðu útskriftarnemar á föstudaginn. Þeir byrjuðu daginn snemma eða um kl. 4 og fóru um bæinn og fögnuðu í yndislegu vorveðri.