Nemendafélag FSH

23.4.2007

Stærðfræðikeppni 9. bekkjar

Úrslitakeppnin fór fram í FSH laugardaginn 21. apríl s.l. og þar reyndu með sér tíu nemendur úr fjórum skólum. Fimm efstu urðu:

  1. Ragnar Pálsson úr Borgarhólsskóla, Húsavík
  2. Eygló Karlsdóttir Grunnskóla Skútustaðarhrepps
  3. Aðalbjörn Jóhannsson Öxarfjarðarskóla
  4. Íris Grímsdóttir Borgarhólsskóla
  5. Elva Héðinsdóttir Borgarhólsskóla 

Verðlaunaafhendingin fór fram á málþingi Hollvina FSH þann sama dag og það var Landsbankinn á Húsavík sem gaf öllum 10 keppendunum í úrslitakeppninni vegleg peningaverðlaun.