Nemendafélag FSH

17.4.2007

Stærðfræðikeppni

FSH bauð nemendum grunnskóla Þingeyjarsýslu til stærðfræðikeppni. Undankeppni fór fram fyrir páska í grunnskólunum og tóku 29 nemendur úr 5 skólum þátt í henni.
Laugardaginn 21. apríl keppa 10 efstu úr undankeppninni til úrslita í FSH. Þau munu byrja kl. 10:30 og hafa eina klukkustund til að leysa verkefnið. Eftir hádegi verður svo verðlaunaafhending á málþingi Hollvina FSH. Landsbankinn á Húsavík gefur vegleg verðlaun. Í úrslitahópnum eru sjö stúlkur og þrír piltar.