Nemendafélag FSH

16.4.2007

Söngvakeppni framhaldsskólanna

Elís MárSíðast liðinn föstudag hélt fríður hópur nemenda frá FSH í ferð til Akureyrar til að fylgjast með Söngkeppni framhaldsskólanna og hvetja okkar mann, Elís Má. Hann stóð sig vel og vorum við virkilega stolt af honum en það var Eyþór Ingi Gunnlaugsson frá VMA sem sigraði keppnina.  Eyþór söng lagið Perfect Stranger með Deep Purple, en í íslenskri þýðingu nefndist það Framtíð bíður
Meðlimir NEF gistu í Menntaskólanum á Akureyri og var margt skemmtilegt brallað, hlaðborð á Greifanum, kaffihús og spjall, búðirnar þræddar og tilboðin sem bláa armbandið veitti nýtt. Á laugardagsköldinu tvöfaldaðist svo hópurinn þegar fleiri nemendur mættu á keppnina sjálfa. Við vorum heppin og náðum sætum á fremstu bekkjum eins og sást á sjónvarpsútsendingu. Að keppninni lokinni var ball þar sem hljómsveitin Buff og Páll Óskar léku fyrir dansi og héldu uppi stuðinu.
Heimkoma var eftir hádegi á sunnudag. Allir nemendur voru til fyrirmyndar í ferðinni og voru sér og skólanum til sóma.