2007 04

23. apríl 2007

Stærðfræðikeppni 9. bekkjar

Úrslitakeppnin fór fram í FSH laugardaginn 21. apríl s.l. og þar reyndu með sér tíu nemendur úr fjórum skólum. Fimm efstu urðu: Ragnar Pálsson úr Borgarhólsskóla, Húsavík Eygló Karlsdóttir Grunnskóla Skútustaðarhrepps Aðalbjörn Jóhannsson Öxarfjarðarskóla Íris Grímsdóttir Borgarhólsskóla Elva Héðinsdóttir Borgarhólsskóla  Verðlaunaafhendingin fór fram á málþingi Hollvina FSH þann sama dag og það var Landsbankinn á Húsavík sem gaf öllum 10 keppendunum í úrslitakeppninni vegleg peningaverðlaun.

17. apríl 2007

Stærðfræðikeppni

FSH bauð nemendum grunnskóla Þingeyjarsýslu til stærðfræðikeppni. Undankeppni fór fram fyrir páska í grunnskólunum og tóku 29 nemendur úr 5 skólum þátt í henni. Laugardaginn 21. apríl keppa 10 efstu úr undankeppninni til úrslita í FSH.

16. apríl 2007

Málþing í tilefni 20 ára afmælis skólans

Í tilefni þess að nú eru 20 ár liðin frá því að skólinn hóf starfsemi sína ætla Hollvinir FSH að standa fyrir málþingi um skólann laugardaginn 21. apríl kl. 13:00.Á þinginu verður fjallað um hvert sé mikilvægi FSH í samfélaginu, tengsl FSH við atvinnulífið og margt fleira.

16. apríl 2007

Söngvakeppni framhaldsskólanna

Síðast liðinn föstudag hélt fríður hópur nemenda frá FSH í ferð til Akureyrar til að fylgjast með Söngkeppni framhaldsskólanna og hvetja okkar mann, Elís Má. Hann stóð sig vel og vorum við virkilega stolt af honum en það var Eyþór Ingi Gunnlaugsson frá VMA sem sigraði keppnina.