Nemendafélag FSH

7.3.2007

Tekið á í frumkvöðlafræði

Arnór, Kristinn og Samúel

Nemendur í frumkvöðlafræði hafa stofnað nemendafyrirtækið “Bílabón”. Starfsemi þess hófst í febrúar og verður fyrirtækið starfandi til 20. apríl n.k.

Í áfanganum í frumkvöðlafræði er lokamarkmiðið að stofna og reka nemendafyrirtæki og hefur vel tekist til við að koma fyrirtækinu í gang.  Búið er að ráða í öll störf, kjósa stjórn í fyrirtækinu og afla hlutafé til starfseminar.  Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Kristinn Lúðvíksson

Fyrirtækið er með starfsaðstöðu í Flókahúsinu, fyrir neðan bakkann. Fyrirtækið er opið alla miðvikudaga frá kl.16-20 og föstudaga  frá kl.14-18.  Með því að fara inná heimasíðu fyrirtækisins www.bilabon.tk getið þið fengið nánari upplýsingar um þjónustuna sem er í boði.