Nemendafélag FSH

21.3.2007

Skólahúfur og afmælisárið

Í dag var síðasti umsjónartími annarinnar þar sem nemendur áttu að klára að velja sér áfanga inn í stundaskána sína fyrir næsta haust. Í upphafi umsjónartímans  afhenti skólameistari öllum nemendum húfur merktar FSH, þetta er í tilefni þess að á árinu verður skólinn 20 ára. Ýmislegt verður um að vera á árinu í tilefni afmælisins, bæði innan skólans og utan. Nánar verður fjallað um það síðar hér á vefnum.