Nemendafélag FSH

14.3.2007

Óvissuferð umönnunarbrautar

Konur í krulluÁ laugardaginn fóru nemendur á umönnunarbraut í óvissuferð á vegum skólans. Um 25 hressar konur mættu í skólann klukkan 15:00 þar sem Sigga kennari og Rúnar rútubílstjóri biðu eftir þeim. Leiðin lá inn á Akureyri en á leiðinni var stoppað við Ljósavatn þar sem farið var í skemmtilega hópleiki og að því loknu gæddu menn sér á heitu kakói og brauði.

Á Akureyri var farið í Skautahöllina þar sem kennd var hin stórskemmtilega íþrótt krulla. Þar fóru nemendur hamförum í leikni sinni. Að því loknu lá leiðin í Jarðböðin í Mývatnssveit þar sem þreytan var látin líða úr skrokknum og síðan gæddu menn sér á dýrindis mat í Selinu. Kór umönnunarbrautar söng svo alla leiðina heim.