Nemendafélag FSH

13.3.2007

Berglind íþróttamaður Húsavíkur 2006

Berglind ÓskNemandi okkar Berglind Ósk Kristjánsdóttir var í síðustu viku kjörin Íþróttamaður Húsavíkur 2006. Það er Kiwanisklúbburinn Skjálfandi sem stendur fyrir því að heiðra húsvískt íþróttafólk fyrir frammistöðu, ástundun og árangur liðins árs. Berglind er fjölhæf íþróttakona sem æfir og keppir mest í stökkgreinum og kastgreinum. Hún hefur sett mörg héraðsmet og er Íslandsmeistari í hástökki í sínum aldursflokki.
Á afrekaskrá FRÍ fyrir árið 2006, er hún á topp tíu lista, bæði í langstökki og hástökki. Berglind er talin ein efnilegasta frjálsíþróttakona landsins í dag og er í úrvalshópi FRÍ. Við í FSH óskum henni til hamingju með titilinn.