2007 03

21. mars 2007

Skólahúfur og afmælisárið

Í dag var síðasti umsjónartími annarinnar þar sem nemendur áttu að klára að velja sér áfanga inn í stundaskána sína fyrir næsta haust. Í upphafi umsjónartímans  afhenti skólameistari öllum nemendum húfur merktar FSH, þetta er í tilefni þess að á árinu verður skólinn 20 ára.

14. mars 2007

Hollvinafélag FSH styrkir Elís

Í gær heimsótti Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður Hollvinasamtaka FSH skólann. Tilefnið var að afhenda Elís Guðvarðarsyni, þátttakenda okkar í söngvakeppni framhaldsskólanna styrk. Styrkurinn var að upphæð kr.

14. mars 2007

Óvissuferð umönnunarbrautar

Á laugardaginn fóru nemendur á umönnunarbraut í óvissuferð á vegum skólans. Um 25 hressar konur mættu í skólann klukkan 15:00 þar sem Sigga kennari og Rúnar rútubílstjóri biðu eftir þeim. Leiðin lá inn á Akureyri en á leiðinni var stoppað við Ljósavatn þar sem farið var í skemmtilega hópleiki og að því loknu gæddu menn sér á heitu kakói og brauði.

13. mars 2007

Berglind íþróttamaður Húsavíkur 2006

Nemandi okkar Berglind Ósk Kristjánsdóttir var í síðustu viku kjörin Íþróttamaður Húsavíkur 2006. Það er Kiwanisklúbburinn Skjálfandi sem stendur fyrir því að heiðra húsvískt íþróttafólk fyrir frammistöðu, ástundun og árangur liðins árs.

07. mars 2007

Tekið á í frumkvöðlafræði

Nemendur í frumkvöðlafræði hafa stofnað nemendafyrirtækið “Bílabón”. Starfsemi þess hófst í febrúar og verður fyrirtækið starfandi til 20. apríl n.k. Í áfanganum í frumkvöðlafræði er lokamarkmiðið að stofna og reka nemendafyrirtæki og hefur vel tekist til við að koma fyrirtækinu í gang.