Nemendafélag FSH

28.2.2007

Söngvakeppni FSH (1)

ElísSöngvakeppni FSH var haldin í síðustu viku og bar nafnið Nefrennsli þetta árið. Keppnin var undankeppni fyrir hina árlegu söngvakeppni framhaldsskólanna.
Í ár var þátttakan sérstaklega góð. Keppnin var óvenju hörð því atriðin voru mjög góð. Sigurvegari keppninnar að þessu sinni var enginn annar en Elís Guðvarðarson en hann flutti frumsamið lag sem nefnist Hospital. Elís hefur tekið þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og árið 2005 var hann valinn efnilegasti söngvari keppninnar.