Nemendafélag FSH

2.2.2007

Góð skólasókn á haustönn 2006

Skólasókn nemenda FSH á haustönn var 95% að meðaltali. Markmið skólans er að vera ofan við 95% svo það náðist að þessu sinni sem er vel.
Besta skólasókn síðustu fimm ára var 95,8% á vorönn 2002 en lökust varð hún 93% á vorönn 2005. Þessar tölur sýna að nemendum er vel treystandi fyrir 10% fjarvistakvóta og að þau nýti hann af skynsemi.  

(Sum mæta jafnvel í náttfötunum í skólann frekar en að mæta of seint )