Nemendafélag FSH

20.2.2007

Dillidagar hefjast

Hildur, Anna Jóna, Hulda, Liselotte og BörkurÍ gær byrjuðu  Dillidagar í FSH. Þá er aðeins hefðbundin kennsla fram að hádegi og eftir það velja nemendur sig inn í hópastarf.  Það sem er í boði  í ár er; danssmiðja, matreiðslusmiðja, hestasmiðja, klifursmiðja og fótboltasmiðja.
Í danssmiðjunni læra þau salsadans hjá Evelin, í matreiðslusmiðjunni matargerð hjá Bötta, í klifursmiðjunni fá þau leiðsögn í klifri á nýja klifurveggnum í íþróttahöllinni og síðast en ekki síst er hestasmiðjan, en það reiðnámskeiðið í Saltvík. Til að tryggja góða mætingu og virkja alla er skyldumæting í smiðjurnar. 

Ýmislegt er líka um að vera á kvöldin.
Í kvöld, þriðjudagskvöld mæta fulltrúar frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna og segja okkur frá öllu því öfluga starfi sem fram fer innan hreyfinganna.
Á miðvikudagskvöldinu er sundlaugapartý í Sundlaug Húsavíkur.
Fimmtudagskvöld klukkan 20:00 fer Nefrennsli fram sem er undankeppni fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna. 
Dillidögum líkur svo á föstudagskvöldið með árshátíð skólans á hótelinu. Veislustjóri að þessu sinni er Helga Braga. Eftir borðhald og skemmtiatriði verður dansleikur á Gamla Bauk, þar sem Ína Idol og strákarnir í Tony the Pony munu spila og syngja.

Fleira um dillidaga á vef NEF