Nemendafélag FSH

28.2.2007

Árshátíð NEF

Helga BragaDillidagar enduðu  á árshátíð nemenda sem haldin var á Fosshótel Húsavík á föstudagskvöldið. Maturinn var fínn, þar sem boðið var uppá; svín, kjúkling, pasta og ýmislegt fleira. Helga Braga var veislustjóri og hélt uppi léttum og góðum anda. Fyrir utan uppistand Helgu Brögu var boðið uppá ýmis skemmtiatrið eins og myndbrot úr félagslífinu. Margir hlutu tilnefningar vegna ýmissa afreka á skólaárinu. Herra og frú árshátíð voru kosin þau Halla Marín og Ólafur Örn. Nýkrýndur sigurvegari söngvakeppni FSH, Elís Guðvarðarson, flutti nokkur vel valin lög.
Eftir borðhaldið og skemmtidagskrána var haldinn dansleikur á Gamla Bauk þar sem að Ína og hljómsveit sáu um fjörið.
Hafþór Hreiðarson sá um að mynda árshátíðargesti við innkomu og er hægt að nálgast myndirnar á síðu hans með því að smella hér