Nemendafélag FSH

1.2.2007

Alþjóðlegur netöryggisdagur 6. febrúar

Alþjóðlegi netöryggisdaginn er nú haldinn í fjórða sinn. Í ár taka um 40 lönd um allan heim þátt í deginum. SAFT sem er vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun og hefur á síðustu árum staðið fyrir viðburðum á þessum degi. Núna boðar SAFT ásamt Símanum, Microsoft, SMÁÍS og Samtóni til ráðstefnu sem nefnist "Er veraldarvefurinn Völundarhús ?". 

Dagskrá ráðstefnunnar :

Meðal markmiða ráðstefnunnar er að vekja umræður og umhugsun um Netið sem opinberan vettvang og gagnvirkan fjölmiðil, nauðsyn þess að almennt siðferði og umgengnisreglur færist yfir á þennan miðil og að samfélagið og stjórnvöld bregðist við gjörbreyttum aðstæðum í upplýsingasamfélaginu.

Siðferði og Netið eru æ oftar nefnd í sömu andrá. Rætt er um að þeir umgengnishættir sem við höfum komið okkur saman um í hinu áþreifanlega umhverfi hafi ekki færst yfir á vettvang Netsins. Einnig er rætt um að netnotkun einstaklinga í skóla eða vinnu sé önnur en sú sem fer fram heima. Mikið vanti því á að við séum meðvituð um eðli Netsins og jákvæða jafnt sem neikvæða eiginleika þess. Þessi atriði verða meðal annars til umræðu á ráðstefnunni sem ætluð er öllum sem áhuga hafa á þessum málum. Sérstaklega höfðar hún til skólastjórnenda, kennara og kennaranema, foreldra, fjölmiðlafólks, höfundarétthafa og útgefenda, netþjónustuaðila og fulltrúa stjórnvalda og starfsfólks þeirra stofnana sem hafa með reglur um notkun upplýsingatækninnar.

Ráðstefnan verður send út á  netinu á www.saft.is